Skógardagur í Kjarnaskógi

Skógardagur verður haldinn í fyrsta sinn.
Skógardagur verður haldinn í fyrsta sinn.

Líf og fjör verður í Kjarnaskógi á Akureyri í dag þegar Skógardagur Norðurlands verður haldinn í fyrsta sinn. Gestir fá að fræðast um skógrækt og skógarnytjar, sjá skógarhöggsmenn að verki og skoða tækjabúnað þeirra en einnig verður í boði leiksýning, ratleikur, skákmót og fleira. Það eru Félag skógarbænda á Norðurlandi, Norðurlandsskógar, Skógfræðingafélag Íslands, Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Eyfirðinga, og gróðrarstöðin Sólskógar sem taka höndum saman um þennan viðburð.

Meiningin með Skógardegi Norðurlands er að vekja athygli á skógum og skógrækt ásamt því fjölbreytta gagni og nytjum sem af skógunum má hafa.

Nýjast