Skjólstæðingum fjölgar hjá Aflinu

Húsnæði Aflsins á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir
Húsnæði Aflsins á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir

Fjölgun varð á skjólstæðingum Aflsins á Akureyri, samtökum um heimilis- og kynferðisofbeldi, árið 2014 og komu 115 nýir skjólstæðingar til Aflsins í fyrra sem er fjölgun um rúmlega 3,5% á milli ára. Einkaviðtölum fjölgaði um 21% og voru 980 talsins, en alls voru 189 skjólstæðingar sem komu í einkaviðtöl í fyrra. Gríðarleg aukning hefur orðið í einkaviðtölum frá árinu 2009 eða um 300%. Þetta kemur fram í árskýrslu Aflsins.

Skýrslan verður kynnt í kvöld á sérstöku málþingi, þar sem vandinn og þörfin í málaflokknum á landsbyggðinni verður í brennidepli. Eins og Vikudagur hefur fjallað um er rekstrarvandi Aflsins mikill og hafa starfsfólk og stjórn Aflsins kallað eftir bættu framlagi frá ríkinu til að halda starfseminni gangandi.

Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast