Skipverji á Sólbak slasaðist á fingri

Vinnuslys varð um helgina um borð í Akureyrartogaranum Sólbaki, sem ber einkennisstafina RE. Skipverji lenti með hendi í aðgerðarvél. Hann var fluttur í land á Eskifirði og þaðan var hann fluttur til Akureyrar þar sem hann fór í aðgerð á vísifingri. Togarinn Sólbakur er á „tvíburatrollsveiðum" með togaranum Árbak, sem einnig ber RE einkennisstafi. Togararnir voru á ufsaveiðum nú í vikunni og gekk sæmilega.

Nýjast