Skipta lífsgæði allra Akureyringa ekki máli?

Alma Axfjörð
Alma Axfjörð

„Ég undirrituð er geðveik. Ég er þunglynd, með kvíðaröskun og áfallastreituröskun. Ég er með þessar geðraskanir og hef verið í rúma tvo áratugi, eða reyndar lengur því ég var mjög kvíðin sem barn. Ég er ekki hættuleg, ég ræðst ekki á fólk, þegar ég hef þurft að leggjast inná geðdeild þá er ég og engin þar bundinn niður. Ég er manneskja sem á sömu réttindi í þjóðfélaginu eins og aðrir, ég hef marga hæfileika og styrkleika. Ég fæddist ekki svona, en aðstæður , áföll og slys orsökuðu það að ég varð veik,“ skrifar Alma Axfjörð í aðsendri grein í Vikudag, þar sem hún talar um mikilvægi velferðarmála á Akureyri.

Lesa greinina

Nýjast