Bæjarráð Akureyrar hefur falið samfélags-og mannréttindaráði að stofna starfshóp vegna komu flóttamanna til bæjarins með aðkomu m.a. skólanefndar og velferðarráðs. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða Krossinum hafa 80 manns á Akureyri boðið fram aðstoð sína með einum eða öðrum hætti við þá flóttamenn sem hingað munu koma.
Akureyrarbær var fyrst sveitarfélaga til að lýsa yfir vilja til að taka á móti flóttamönnum á þessu ári og því næsta en óvíst er hversu mörgum flóttamönnum Akureyrarbæ tekur við.
-þev