Skip Disney til Íslands

Staðfest hefur verið að skemmtiferðaskip bandaríska fyrirtækisins Disney Cruise Line hefji siglingar til Norður Evrópu sumarið 2015. Skipin munu meðal annars heimsækja hafnir í Noregi, Þórshöfn í Færeyjum og einnig Reykjavík og Akureyri á Íslandi. Skip Disney Crusie Line eru flest af stærri gerðinni, taka um eða yfir tvöþúsund farþega. Pétur Ólafsson skrifstofustjóri Hafnarnarsamlags Norðurlands segir að þessi staðfesting Disney komi þægilegga á óvart.

„Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað ár frá ári á Akureyri, enda höfum við í langan tíma markaðssett Akureyri sem ákjósanlegan stað til að heimsækja. Það er fyrst og fremst fjölskyldufólk sem ferðast með skipum Disney Cruise Line, þannig að farþegarnir gera líklega aðrar kröfur um afþreyingu í landi en farþegar flestra skemmtiferðaskipa sem hafa komið hingað til þessa.“


Nánar um þetta mál í prentútgáfu Vikudags

Nýjast