Skína í skammdeginu
Akureyringar og nærsveitungar tóku húfum og eyrnaböndum opnum örmum þegar VÍS bauð viðskiptavinum með F plús að næla sér í slíka höfuðprýði á næstu skrifstofu. Hér á Akureyri fóru hátt í tvö þúsund stykki, segir Magnús Jónsson umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi. Á mínu svæði öllu, frá Þórshöfn að Hrútafirði, nálgast fjöldinn fjögur þúsund. Þetta er orðinn árviss viðburður í starfsemi okkar og mjög gaman að fá alla þessa glöðu viðskiptavini í heimsókn.
Nú var bryddað upp á nýjung með eyrnaböndunum sem hittu beint í mark og kláruðustu hratt um allt land. Við tökum mið af því að ári. Svo vil ég gjarnan vekja athygli á að þótt húfurnar séu nánast búnar hjá okkur að þessu sinni eru til endurskinsmerki þannig að allir ættu að geta látið ljós sitt skína í skammdeginu.