02. febrúar, 2007 - 11:45
Fréttir
Ung stúlka hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasmygl á síðasta ári. Stúlkan var handtekin við komu til landsins með 85 grömm af kókaíni falin í líkama sínum. Fyrir dómi viðurkenndi hún brot sitt tafarlaust. Hún hefur áður hlotið refsidóm fyrir fíkniefnamisferli. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um hættulegt efni var að ræða en einnig þess að stúlkan var aðeins 18 ára þegar brotið var framið og hún hafi verið „burðardýr". Þá var sérstakt tillit tekið til þess að stúlkan eignaðist barn í desember sl. Dómurinn hljóðaði því upp á skilorðsbundið þriggja mánaða fangelsi til þriggja ára.