Skilaboð til stúlkna sem ýta undir útlitsdýrkun"
Zontaklúbbur Akureyrar lýsir yfir miklum vonbrigðum með spurningaspilið Partý og co stelpur og þau skilaboð sem felast í markaðssetningu á gömlum og úreltum staðalmyndum sem beint er sérstaklega til stúlkna eins gert er með dreifingu og sölu á spilinu.
Í spurningum spilsins felast mjög bein skilaboð til stúlkna sem ýta undir útlitsdýrkun og þröngar hugmyndir um hlutverk og áhugamál stúlkna í nútímasamfélagi. Mikilvægi þess að börn fái rými og tækifæri til að þroska mismunandi hæfileika burtséð frá kyni er lykill að fjölbreyttu og heilbrigðu samfélagi," segir í ályktun Zontaklúbbsins.