Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað á laugardag

Skíðavertíðin í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar hefst næstkomandi laugardag, 28. nóvember, kl. 10.00. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir að snjóframleiðslan hafi gengið vonum framar síðustu daga og að auki hafi borist drjúg aðstoð að ofan því snjóað hefur nokkuð hressilega í fjallinu. Um helgina verður Fjarkinn opinn, Andrésarbrekka og Töfrateppið fyrir yngsta skíðafólkið.
 

Opið verður frá kl. 10-16 á laugardag og sunnudag. Spáð er hörkufrosti næstu dægrin og því ætti að vera hægt að framleiða vel af snjó, auk þess sem honum kyngir líklega niður af hinum ofan, segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Nýjast