05. desember, 2007 - 13:57
Fréttir
Nú eru aðstæður á skíðasvæðinu í Böggvisstaðarfjalli við Dalvík orðnar ágætar og hefur verið ákveðið að opna svæðið fyrir almenning í dag. Síðustu vikur hefur verið framleiddur snjór þegar aðstæður hafa verið fyrir hendi en eins og áður hefur komið fram er það Samherji sem býður upp á fyrsta skíðasnjóinn á skíðasvæðinu á Dalvík. Það hefur því verið ákveðið að hafa frítt á skíði frá og með deginum í dag og fram á laugardag í boði Samherja. Almenn sala lyftukorta hefst því ekki fyrr en á sunnudag. Verið er að vinna í að gera efri lyftuna klára og stefnt er að því að að opna hana á laugardaginn, segir í fréttatilkynningu frá Skíðafélagi Dalvíkur.