06. mars, 2007 - 18:21
Fréttir
Skíðamót Íslands og Unglingameistaramót Íslands fara að öllum líkindum fram í Hlíðarfjalli helgina 23.-25. mars nk., samkvæmt heimildum Vikudags. Skíðamót Íslands átti að fara fram í Bláfjöllum og Skálafelli um næstu mánaðamót en vegna erfiðra aðstæðna, verður ekkert af því að mótið fari þar fram. Ráðgert er að um 400-500 manns komi til Akureyrar í tengslum við þessi mót og þar af eru keppendur rúmlega 200. Tvö skíðasvæði þóttu koma til greina fyrir mótið, þegar ljóst var að ekki væri hægt að halda það í nágrenni Reykjavíkur, Oddsskarð og Hlíðarfjall. Ekki er hins vegar nægt gistirými í boði fyrir austan og því verður Hlíðarfjall fyrir valinu.