Skíðamót Íslands í Hlíðarfjalli

Mynd Auðunn Níelsson
Mynd Auðunn Níelsson

Hátt í 100 keppendur taka þátt í Skíðalandsmóti Íslands sem hefst í Hlíðarfjalli á morgun og stendur fram á sunnudag. Meðal þátttakenda verða allir fimm keppendur Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem fram fóru í Rússlandi í febrúar.

Mótið hefst með sprettgöngu kvenna og karla kl. 17.30 á morgun. Síðan verður keppt í Alpagreinum og skíðagöngu fram á sunnudag þegar mótinu lýkur með verðlaunaafendingu í Hlíðarfjalli.

 

Nýjast