Félagið bendir á að atvinnuleysisbætur eru umsamin réttindi, sem fengust eftir harða baráttu launafólks. Félagsleg einangrun er ein alvarlegasta afleiðing atvinnuleysis og aukin fátækt í röðum atvinnulausra eykur enn á vanda þeirra, skerðing atvinnuleysisbóta gerir aðstæðurnar enn verri og því er óskiljanlegt að stjórnvöldum skuli detta í hug að skerða atvinnuleysisbætur, hvað þá að reyna að koma því í framkvæmd. Nær væri að efla stöðu þessa fólks og semja við stéttarfélög um allt land að þau komi enn frekar að vinnumarkaðsaðgerðum þar sem að ljóst er að Vinnumálastofnun ræður klárlega ekki við fyrirliggjandi verkefni. Þessari árás á atvinnuleysisbótakerfið verður að hrinda, segir í ályktun Einingar-Iðju.