Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að skemmtistaðir bæjarins verða opnir lengur um verslunarmannahelgina. Aðfaranótt föstudags verður opið til kl. 02:00 og til kl. 05:00 aðfaranótt laugardags og sunnudags. Bæjarráð telur hins vegar ekki rök fyrir að auka opnunartíma aðfaranótt mánudags eins og óskað hafði verið eftir.