Skemmtiferðaskip sneri við vegna veðurs

Stíf sunnanátt kom í veg fyrir að skemmtiferðaskip gat stoppað á Akureyri.
Stíf sunnanátt kom í veg fyrir að skemmtiferðaskip gat stoppað á Akureyri.

Skemmtiferðaskip með 2000 farþega innanborðs sem átti að leggjast við Oddeyrarbryggju á Akureyri í morgun þurfti frá að hverfa vegna veðurs en stíf sunnanátt er nú á Akureyri. Bergþór Erlingsson hjá SBA á Akureyri segir að um 60 manns hafi undirbúið komu gesta skemmtiferðaskipsins í morgun. „Það áttu að fara 1400 manns í ferðir með okkur og þetta er því mjög svekkjandi og þýðir heilmikið tekjutap fyrir okkur,“ segir Bergþór.

Hann segir fátítt að skemmtiferðaskip þurfi frá að hverfa vegna veðurs. „Þetta gerðist síðast fyrir tveimur árum," segir Bergþór. 

Von er á síðasta skemmtiferðaskipinu til Akureyrar á þessu ári í fyrramálið og siglir skipið frá Færeyjum.

-þev

Nýjast