Skarpur vikunnar er kominn út og verður dreift um sólbakaða Þingeyjarsýslu og víðar, síðar í dag. Þar má að venju lesa sitt lítið af hverju. M.a. fréttir um fyrirhugaða sölu á slippnum á Húsavík og hættu sem skapast kann við Skotvöllinn við fjallsræturnar vegna framkvæmda í grennd. Gerð grein fyrir góðum gjöfum til heilbrigðisstofnana. Rætt við Kaðlínarkonur um yfirvofandi brottför þeirra ú Pakkhúsinu. Sagt frá sjófuglakynningu Náttúrustofu Norðausturlands í Suður-Afríku. Ritstjóri skrifar leiðara um íslenskar afturgöngufréttir. Unnur Guðjónsdóttir er Þingeyingur í þaula þessa vikuna. Og við sögu koma einnig tombólubörn, veðraþing, jólamarkaðir, próteinmjöl úr jarðhita, fuglahátíð og samanburður á ljósmyndum sem teknar voru á sama stað á Húsavík, Guðjohnsenstorginu, með 70 ára millibili. Og fleira og fleira.
Áskriftarsímar eru er 464-2000, 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á skarpur@skarpur.is JS