Skarpur í dag

Í Skarpi í dag kennir ýmissa grasa. Fjallað er um stórmerkileg áform Könnunarsögusafnsins á Húsavíkum uppbyggingu og sýningarhald í samstarfi við tunglfara, könnuði og vísindamenn víða um heim. Ritdeilan um nafn á skipulagssvæði í miðbæ Húsavíkur heldur áfram, á svæðið að heita Búðarvöllur, Guðjohnsenstorg, eða jafnvel Þurrabúðarvöllur?  Skemmtileg frásögn er um Haustgleði í Öxarfjarðarskóla þar sem leiða saman hesta sín ungmenni og eldri hagyrðingar. Skens og skot er á sínum stað með flími í bundnu máli og óbundnu. Þingeyingur þaula er vélstjórinn og veiðimaðurinn Eiður Pétursson. Við sögu koma tónleikar í Ástralíu þar sem Aðaldalur kemur sterkur inn. Fjallað um verðlaunaflóð til Norðursiglingar hér heima og erlendis. Og sitthvað fleira bitastætt er að finna í Skarpi í dag. Áskriftarsíminn er 464 2000.


Athugasemdir

Nýjast