Skallagrímur hafði betur gegn Þór í kvöld

Skallagrímur sigraði Þór með níu stiga mun, 78: 69, er liðin áttust við í Íþróttahúsi Síðuskóla í kvöld í 1. deild karla í körfubolta. Þar með er Skallagrímur kominn með 20 stig í fimmta sæti deildarinnar en Þór hefur 12 stig í því sjötta. Óðinn Ásgeirsson var stigahæstur í liði Þórs í kvöld með 17 stig, Bjarki Ármann Oddson skoraði 15 stig og Páll Kristinsson kom næstur með 11 stig. Í liði Skallagríms voru stigahæstir þeir Silver Laku með 28 stig og Konrad Tota með 15 stig.

Nýjast