Skáksnillingar að norðan

Símon (t.h) og Jón Kristinn.
Símon (t.h) og Jón Kristinn.

Jón Kristinn Þorgeirsson varð Íslandsmeistari í skák í flokki fimmtán ára og yngri á dögunum. Fyrr á þessu ári sigraði Jón á Skákþingi Akureyrar og varð skákmeistari Norðlendinga, sá yngsti í sögunni. Eru þá ótalið nokkrir sigrar hans á Íslandsmótum í skólaskák. Nú síðast bætti hann enn einni rós í hnappagatið þegar hann vann jafnaldra sinn, Símon Þórhallsson í einvígi um meistaratitil Skákfélags Akureyrar, en þeir bekkjarbræður urðu efstir og jafnir á Haustmóti félagsins, Arionbankamótinu.

Einvíginu  lauk með sigri Jóns, sem ber því titilinn „Skákmeistari Skákfélags Akureyrar 2014.“ Þeir Símon og Jón Kristinn þykja bera höfuð og herðar yfir jafnaldra sína á skáksviðinu hér innanlands.  Á nýjasta stigalista alþjóðaskáksambandsins hækkaði Símon um ein 160 stig og þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna viðlíka hækkun hjá íslenskum skákmanni.

Nýjast