Sjúklingum fjölgar og sjúkraflug eykst
Árið 2014 var annasamt á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Legudögum fjölgaði um 5% og voru um eitt prósent fleiri sjúklingar sem voru lagðir inn og því hefur meðallega lengst frá fyrra ári. Komum sjúklinga á dag- og göngudeildir voru 10% fleiri. Komum á slysa- og bráðamóttöku hefur haldið áfram að fjölga og voru 10,4% fleiri og þá fjölgaði fæðingum um 8,7%.
Einnig varð aukning í almennum rannsóknum, myndgreiningum og speglunum. Aðgerðum fjölgaði um 8,1% en ferliverkum fækkaði um 1%. Þá var aukning í sjúkraflugi um 13,5%. Þetta kemur fram á vef Sjúkrahússins.