Sjúklingum fjölgar

Starfsemi fyrstu þrjá mánuði ársins á Sjúkrahúsinu á Akureyri sýnir 15% fjölgun legudaga milli ára og um 6% fjölgun sjúklinga. Dæmi eru um að legudeildir sjúkrahússins hafi fyllst. Komum á slysa- og bráðamóttöku fjölgar og eru um 4% fleiri en á sama tíma í fyrra. Einnig er aukning í sjúkraflugi og þá hefur rannsóknum fjölgað. Þetta kemur fram í pistli Bjarna Jónassonar forstjóra sjúkrahússins á heimasíðu SAk. Þar segir einnig að fjögurra milljóna króna halli sé á rekstraruppgjöri sjúkrahússins frá janúar til febrúar eða 0,5%.

throstur@vikudagur.is

Nýjast