Á Glertorgi opnar sýning á ljósmyndum sem kafararnir Erlendur Guðmundsson og Gísli A. Guðmundsson hafa tekið neðansjávar í
fjörðum landsins og stöðuvötnum. Á Pollinum verður kaffihúsastemning um borð í Húna II og verða kaffihúsagestir
ferjaðir um borð frá Höepfnersbryggju þar sem siglingaklúbburinn Nökkvi er með sína félagsaðstöðu. Hinn eini sanni
kappróður hefst á Pollinum klukkan 14 og þá verður aldeilis tekið á því.
Á sunnudaginn, sjálfan sjómannadaginn, hefjast hátíðarhöld með hefðbundnum hætti, sjómannamessur og blómsveigður lagður
að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn. Klukkan 13 siglir Húni II frá Torfunefsbryggju að Sandgerðisbót, þar sem
smábátasjómenn fjölmenna og munu bátarnir sigla saman aftur að Torfunefsbryggju. Klukkan 14 hefst á sviði á Torfunefsbryggju
dagskrá þar sem Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar flytur ræðu, sjómenn verða heiðraðir og
flutt verður tónlist. Klukkan 15 hefst svo fjölbreytt fjölskyldudagskrá að Hömrum útivistarsvæði skáta þar sem stíga
á stokk Lilli klifurmús og Mikki refur, Skrítla og Lúsi, hinn sívinsæli koddaslagur, reiptog, þrautabraut og fleira og fleira.
Hátíðarhöld sjómanndagshelgarinnar ná svo hámarki að kvöldi sjómannadagsins með skemmtun í Sjallanum þar sem
Hvanndalsbræður og Magni Ásgeirsson sjá um fjörið.
Annars lítur dagskráin um helgina þannig út:
LAUGARDAGUR 5. júní
10-13 Bátavélasýning Þórhalls Matthíassonar að Óseyri 20.
10.00 Bryggjustemning í Sandgerðisbót. Fólki gefst kostur á að rölta um flotbryggjurnar, ræða við smábátaeigendur og þiggja kaffi.
10.00 Siglinganámskeið Nökkva kynnt á félagssvæði Nökkva.
11.00 Siglingaklúbburinn Nökkvi kynnir skútusiglingar við Hofsbryggju.
12.00 Siglingaklúbburinn Nökkvi býður bæjarbúum upp á að sigla með skútum. Siglt frá Hofsbryggju.
10-18 Neðansjávarljósmyndasýning á Glerártorgi þar sem kafararnir Erlendur Guðmundsson og Gísli A. Guðmundsson sýna myndir sínar.
13.00 Kappróður á Pollinum. Áður en keppnin hefst afhendir formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar og fulltrúi frá Félagi skipstjórnarmanna Siglingaklúbbnum Nokkva róðrabátana formlega til eignar og varðveislu.
13.00 Kaffihúsastemning í Húna II verður á Pollinn. Fólk verður ferjað um borð, siglt frá Höepfnersbryggju félagsaðstöðu Siglingaklúbbsins Nökkva.
16-18.30 Golfmót sjómanna á Jaðarsvelli.
SUNNUDAGUR 6. júní
08.00 Fánar dregnir að húni.
11.00 Sjómannamessur í Akureyrarkirkju og Glerárkirkju.
12.15 Við Glerárkirkju verður lagður blómsveigur að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn.
13-17 Neðansjávarljósmyndasýning á Glerártorgi þar sem kafararnir Erlendur Guðmundsson og Gísli A. Guðmundsson sýna myndir sínar.
13.00 Húni II leggur úr höfn frá Torfunefsbryggju og siglir að Sandgerðisbót. Þar safnast smábátarnir saman og sigla hópsiglingu inn á Torfunefsbryggju. Komnir þangað klukkan 14.
14.00 Hljóðfæraleikarar úr Lúðrasveit Akureyrar spila á sviði á Torfunefsbryggju meðan fólk safnast saman og smábátar sigla inn Pollinn.
Rabbi Sveins og Gunni Tryggva spila sjómannalög.
Ræðumaður dagsins Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar
Sjómenn verða heiðraðir.
15 -16 Bæjarbúum gefst kostur á siglingum um Pollinn með Húna II
15.30 Arngrímur Jóhannsson flugkappi lendir sjóvélinni sinni á Pollinum.
Útilífsmiðstöðin að Hömrum:
14.00 Fótboltamót þar sem lið skipaáhafna etja kappi.
15-17 Hamrar útilífsmiðstöð skáta - Fjölskyldudagskrá. Hoppukastalar, bílar, bátar. Seldar verða pylsur og drykkir.
Hvanndalsbræður spila nokkur lög.
Jakahlaup
Reiptog
Paparnir spila
Koddaslagurinn sívinsæli.
19.00 Sjómannadagsskemmtun í Sjallanum. Hvanndalsbræður og Magni Ásgeirsson spila fyrir dansi.