Sjokk að fá greininguna
Guðmundur Orri Garðarson er níu ára drengur á Akureyri sem er greindur með heilalömun, þroskahömlun og flogaveiki. Hann þarf aðstoð við allar athafnir dagslegs lífs og fer flestra sinna leiða í hjólastól. Hann tjáir sig lítið með orðum en notar tákn með tali til að gera sig skiljanlegan. Guðmundur Orri er nemandi í sérdeildinni í Giljaskóla og á þrjú systkini. Móðir Guðmundar og stjúpfaðir, Esther Gestsdóttir og Bjarni Pétursson, lýsa Guðmundi sem lífsglöðum og kátum dreng sem finnst gaman að vera til.
Ítarlega er rætt við móður Guðmundar Orra og stúpfaðir í prentútgáfu Vikudags