Sjö milljónir til samfélagseflandi verkefna í Grímsey

Grímsey.
Grímsey.

Sjö milljónum króna úr verkefninu Glæðum Grímsey var þann 15. maí úthlutað til sjö samfélagseflandi verkefna á eyjunni. Glæðum Gríms­ey er hluti af stærra verk­efni Byggðastofn­un­ar sem nefn­ist Brot­hætt­ar byggðir.

Hæsta styrkinn fékk Gullsól fyrir verkefnið Stækkun á palli eða 1.150.000 kr. Básavík fékk 750 þúsund kr. fyrir verkefnið Lagfæring á ytra byrði og Kvenfélagið Baugur fékk styrk að upphæð 500 þúsund kr. fyrir Sumarsólstöðuhátíð.

Þá er áhugvert verkefni hjá Sigurði Henningssyni sem fékk 375 þúsund kr. styrk fyrir sæþotuferðum í Grímsey, eða „jet ski“ ferðum.

Guðrún Inga Hannesdóttir fékk úthlutað 325 þúsund kr. fyrir verkefnið Matur og menning í Grímsey, Steinunn Stefánsdóttir fékk 230 þúsund kr. styrk fyrir verkefnið Grímseyjarpeysan og Grímseyjarskóli fékk 170 þúsund kr. fyrir verkefnið Eyjasamstarf.

Nýjast