28. maí, 2007 - 13:25
Fréttir
Nú hefur komið í ljós að sjö manns lentu í snjóflóðinu sem varð efst í Hlíðarfjalli í gær. Fyrstu fréttir af flóðinu voru þær að enginn hefði verið á ferli þar sem flóðið féll og því enginn verið í hættu. Hið rétta er sjö manns lentu í flóðinu. Fólkið var á göngu á svæðinu og lenti á einum af snjóflekum flóðsins. Barst fólkið með flekanum um 70-80 metra vegalengd en slapp allt ómeitt. - Annars er það að frétta úr Hlíðarfjalli að nokkur fjöldi fólks er þar á skíðum í blíðskaparveðri en í dag er síðasti opnunardagur „vetrarins" í fjallinu.