Sjáum fram á að enda á götunni
Heimir Eggerz Jóhannsson hefur verið á biðlista eftir húsnæði hjá Akureyrarbæ í meira en tvö ár. Í rúmlega 18 mánuði hefur hann verið á forgangslista. Hann á konu og fjögur börn en yngsta barnið, sem er þriggja ára, er með asma og á erfitt með að vera í íbúðinni sökum svepps í íbúðinni. Hann segist hafa rætt við bæjaryfirvöldum húsnæði en það hafi lítið haft að segja. Íbúðin sem Heimir og fjölskylda eru í um þessar mundir er í eigu Íbúðalánasjóðs og gerði Heimir eins árs leigusamning.
Sá samningur rennur hins vegar út í apríl næstkomandi. Hann segir stöðuna á leigumarkaðnum á Akureyri vera slæma og hann viti ekki hvað bíður fjölskyldunnar. Nánar er fjallað um málið og rætt við Heimi í prentútgáfu Vikudags.
-þev