Sjallinn seldur
Búið er að ganga frá sölu á Sjallanum á Akureyri samkvæmt heimildum Vikudags. Eins og fjallað hefur verið um gerðu fjárfestar í Reykjavík bindindi kauptilboð í Sjallann í byrjun ársins 2012 með það fyrir augum að breyta staðnum í hótel. Miklar tafir hafa orðið á sölu skemmtistaðarins, sem nú er gengin í gegn. Hins vegar er ekki búið að ganga frá sölu á eignunum sem hýsir m.a Tónabúðina.
Óvíst er hvenær nýir eigendur taka við Sjallanum en samkvæmt samningi áttu þeir að fá afhent í byrjun september. Sjallinn er um 2000 fermetrar að stærð en hugmyndir hafa verið uppi um að bæta einni hæð ofan á húsið.
-þev