Sjallinn á Akureyri opnaður á ný

Slökkviðsstjórinn og byggingarfulltrúinn á Akureyri hafa lokið úttekt á húsnæði Sjallans á Akureyri en staðnum var lokað vegna ófullnægjandi brunavarna og brotum á byggingarreglugerð. Endurskoðaðir aðaluppdrættir hafa verið samþykktir og úrbætur gerðar í samræmi við þá.  

Eftir eftirlitsskoðun og yfirferð á öryggisþáttum húsnæðisins í dag telja slökkviliðsstjóri og byggingarfulltrúi að kröfur hafa verið uppfylltar varðandi þær athugasemdir sem gerðar voru og er starfsemi því heimiluð á ný og lokun aflétt.

Nýjast