Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á Akureyri samkvæmt fyrstu tölum úr sveitarstjórnarkosningunum en búið er að telja 5600 atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 25% fylgi og þrjá menn kjörna, L-listi fólksins fengi 21,4% og þrjá menn kjörna, en flokkurinn fékk hreinan meirihluta fyrir fjórum árum eða sex menn kjörna. Samfylkingin fær 18,4%, bætir við sig manni og fengi tvo menn kjörna.
Framsóknarflokkurinn fengi einn mann kjörinn, en vantar lítið upp á til að ná inn tveimur bæjarfulltrúum. Björt framtíð mælist með 9,1% fylgi og fær einn mann kjörinn, Vinstri grænir mælast með 10,5% fylgi og fá sömuleiðis einn mann kjörinn samkvæmt fyrstu tölum. Dögun nær ekki bæjarfulltrúa.
throstur@vikudagur.is