Sirkus Íslands kemur til Akureyrar

Sirkus Íslands verður á Akureyri 23. júlí - 2. ágúst. Með í för verða þrjár sjóðheitar sirkussýningar. Heima er best er fjölskyldusýning, S.I.R.K.U.S. er sýning fyrir yngstu áhorfendurna og Skinnsemi er fullorðinssirkussýning. Með í för eru 20 sirkuslistamenn. 

 

Síðastliðið sumar sló Sirkus Ísland í gegn með þessum sýningum - og seldist upp á allar tuttugu sýningar sirkusins sem sýndar voru á tíu dögum. Í kjölfarið efndi sirkusinn til hópfjármögnunar á vefnum Karolina Fund til að safna fyrir alvöru sirkustjaldi. Með hjálp fjölda fólks tókst það og verður sumarið 2014 fyrsta íslenska sirkussumarið í tjaldinu Jöklu sem verður tjaldað í Reykjavík, Reykjanesbæ, á Ísafirði, Akureyri og Selfossi. Á Akureyri tjöldum við á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið. segir í tilkynningu

Nýjast