15. apríl, 2007 - 10:55
Fréttir
Slökkvilið Akureyrar var kallað út vegna sinubruna í Lækjargili um kl. 23.00 í gærkvöld. Slökkvistarf gekk vel en það tók um eina klukkustund. Ekki urðu slys fólki, hús voru ekki í hættu en reykur fór yfir húsnæði FSA og þurfti að slökkva á loftræsikerfi spítalans um tíma, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Nú fer að renna upp sá árstími sem flestir sinubrunar verða og er full ástæða til að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera ekki að fikta með opinn eld, þar sem hætta er á að kviknað geti í sinu.