Sinfó og Pollapönk á sumardaginn fyrsta

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur pönk í fyrsta sinn á 20 ára ferli sínum á sumardaginn fyrsta í Hofi með Evróvisjónfarana Pollapönk í fararbroddi og hátt í 300 nemendur Tónlistarskólans á Akureyri. „Pollapönkarar ná einstaklega vel til barnanna sem leggja sig öll fram en á meðal þeirra er gítarhópur, strengjahópur, blásarhópur og risavaxinn kór svo eitthvað sé nefnt og stuðið er rosalegt,“ segir í tilkynningu frá Sinfoníuhljómsveit Norðurlands. „Sjaldan hefur svo litskrúðugur og fjölbreyttur hópur sést í Hamraborginni, Hofi og hljómurinn er einstakur, blanda af barnsröddum, Pollapönki og einlægri gleði. Á tónleikunum á morgun verða vinsælustu lög Pollapönks flutt og að sjálfsögðu Evróvisjónlagið sjálft og þá verður svo sannarlega hamagangur í „Hofi.“

Uppselt er á tónleikana.

Nýjast