Símaskránni dreift til íbúa Akureyrar nágrennis

Ný símaskrá fyrir 2012/2013 kom út í dag. Íbúar Akureyrarbæjar og nágrennis geta nálgast nýju símaskrána í í verslunum Vodafone og Símans á Akureyri og í afgreiðslu Póstsins á Norðurtanga 3 og Strandgötu 3 Akureyri, Túngötu 3 Grenivík, Hafnargötu 19 Grímsey, Hafnarbraut 26 Dalvík, Aðalgötu 14 Ólafsfirði og Norðurvegi 6-8 Hrísey. Þangað má einnig skila gömlum símaskrám til endurvinnslu. Símaskráin í ár er helguð sviðslistum og tók Frú Vigdís Finnbogadóttir við fyrsta eintakinu af skránni við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu fyrr í dag.

Símaskráin kom fyrst út árið 1905 og inniheldur öll skráð símanúmer einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi. Nú sem endranær má finna ýmsar upplýsingasíður í skránni, meðal annars lista yfir þær bæjar- og menningarhátíðir sem fram fara á árinu og einnig ýmis kort sem margir nýta sér. Símaskráin kemur út í 140 þúsund eintökum og er 1584 blaðsíður að þessu sinni sem er aukning um 24 síður. Skráin er prentuð á umhverfisvænan hátt líkt og undanfarin ár. Allir geta fengið eitt eintak án endurgjalds með karton kiljukápu. Einnig er hægt að kaupa Símaskrána innbundna og stór hópur velur að fá skrána þannig.

Nýjast