Krakkar halda oft að þau séu að missa af einhverju stórkostlegu ef þau kíkja ekki á símann á nokkurra mínútna fresti, segir Hanna Dóra Markúsdóttir kennari við Brekkuskóla á Akureyri. Skólinn hefur brugðið á það ráð að banna símanotkun í tímum nema með gildum undantekningum.
Krakkarnir fá leyfi til þess að leita upplýsinga á netinu í símanum, nota hann sem reiknivél eða hlusta á tónlist. En margir nemendur geta ekki hamið sig og eru gómaðir við tölvuleiki eða snapchat. Það hefur komið fyrir að krakkar hafi tekið myndir hvort af öðru og ekki alltaf með samþykki, segir Hanna og brýnir fyrir foreldrum að vekja börn sín til umhugsunar.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags
throstur@vikudagur.is