Sigurhæðir auglýst til leigu

Sigurhæðir.
Sigurhæðir.

Akureyrarstofa hefur auglýst Sigurhæðir á Akureyri til leigu. Fyrirhugað var að selja húsið en sú áætlun mætti mikilli gagnrýni. Áhugasamir skili inn greinargerð þar sem m.a. kemur fram hvaða starfsemi fyrirhuguð er í húsinu og menningarlegt vægi starfseminnar og tenging við sögu hússins.

Frestur til að skila inn hugmyndum og tilboðum er til 28. nóvember 2019. Sjá nánari frétt á vef Akureyrarbæjar.


Nýjast