16. febrúar, 2009 - 23:09
Fréttir
Sigurgeir Hreinsson bóndi á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit og formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, tilkynnti á fundi
Búgreinaráðs BSE í nautgriparækt í Hlíðarbæ í dag, að hann hyggðist bjóða sig fram til formennsku í
Landssambandi kúabænda á komandi aðalfundi, sem haldinn verður á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 27. og 28. mars nk.
Nú hafa tveir heiðursmenn boðið sig fram til formennsku í LK, ásamt Sigurgeiri hefur Sigurður Loftsson í Steinsholti, varaformaður LK tilkynnt
um framboð, segir á vef LK.