Sigurður hjá SS Byggir í viðtali: Ýmsar rangfærslur varðandi Tónatröð og Eyrina

Loftmynd af Oddeyrinni. Myndin er tekin úr flygildi í 65 metra hæð. Það er nákvæmlega þetta sjónarho…
Loftmynd af Oddeyrinni. Myndin er tekin úr flygildi í 65 metra hæð. Það er nákvæmlega þetta sjónarhorn sem blasir við farþegum skemmtiferðaskipa í Akureyrarhöfn þegar þeir standa á efsta þilfari og virða fyrir sér útsýnið. Mikið er um gamlar og ryðgaðar byggingar, númerslausa bíla, geymslugáma og alls kyns rusl, sem sjá má. Svæðið er langt í frá eitthvert augnayndi.

Talsvert hefur verið rætt og ritað um mögulega þéttingu byggðar á Eyrinni og í Tónatröð að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Leitað var álits bæjarfulltrúa í síðasta Vikublaði en nú er tímabært að viðra skoðanir Sigurðar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra SS Byggis. „Margir spyrja sig hvers vegna verið sé að þétta byggð? Er ekki til nægilegt landrými? Svarið við þeim spurningum er að fjárhagslega er staða margra sveitarfélaga með þeim hætti að ekki kemur annað til greina en að þétta byggð og gera það myndarlega. Það á svo sannarlega við um Akureyri og það vita allir sem vilja vita,“ segir Sigurður. Hann bendir á að uppbygging og rekstur innviða sveitarfélaga sé stór þáttur í útgjöldum þeirra. „Út frá samgöngu- og umhverfissjónarmiðum verðum við sem samfélag líka að taka ábyrga afstöðu til skipulagsmála, nýta landgæði og stuðla að þéttingu byggðar. Þétting byggðar gefur tækifæri til að skapa blómlegt mannlíf í og við miðkjarna Akureyrar sem gerir sveitarfélagið að samkeppnishæfari og eftirsóknarverðari búsetukosti.“ Sigurður segir ýmsar rangfærslur á sveimi varðandi þessa tvo byggingarkosti, Eyrina og Tónatröð. „Í hvorugu tilvikinu kom frumkvæðið frá SS Byggi. Á Eyrinni breytti Akureyrarbær rammaskipulagi og í tilviki Tónatraðar kom frumkvæðið frá skipulagsyfirvöldum bæjarins. Þar á bæ var bent á þessar lóðir vegna þess að þær höfðu verið lausar í áraraðir. SS Byggir á lóðir og fasteignir á Eyrinni. Akureyrarbær breytti fyrir nokkrum árum skipulaginu þarna, án vitundar okkar, þannig að þar skal nú rísa blönduð byggð; þjónustu, iðnaðar og íbúabyggðar. Fyrirtækinu stendur því ekki til boða að endurbyggja iðnaðarhúsnæði á svæðinu þar sem það uppfyllir ekki kröfur rammaskipulags sveitarfélagsins. Það er heldur ekki hægt, viðskiptalega séð, að byggja þriggja til fjögurra hæða hús á svæðinu þar sem kostnaður við uppkaup fasteigna, dýr grundun og þröng deiliskipulagsskilyrði kollvarpa fjárhagslegum grundvelli slíks verkefnis. Þess vegna gera hugmyndir SS Byggis ráð fyrir að byggja þurfi hærra en núgildandi rammaskipulag gerir ráð fyrir. En ég ítreka að það skipulag sem gerir ráð fyrir fjölbýlishúsum neðan við Hjalteyrargötu er á engan hátt að frumkvæði SS Byggis,“ segir hann.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast