Ný sjálfseignarstofnun undir heitinu Menningarfélag Akureyrar mun annast rekstur Leikfélags Akureyrar, Hofs og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í samræmi við núverandi samninga félagana þriggja við Akureyrarbæ. Sameiningin hafði áður verið samþykkt af öllum félögunum þremur. Formaður félagsins er Sigurður Kristinsson og er hann jafnframt fulltrúi Akureyrarbæjar. Með Sigurði í stjórn sitja; Magna Guðmundsdóttir, fulltrúi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Arnheiður Jóhannsdóttir, fulltrúi LA, og Rúnar Þór Sigursteinsson, fulltrúi Menningarhússins Hofs.
Helsta markmið nýs félags er að tryggja samstarf og samræmingu milli stærri viðburða sem haldnir eru á Akureyri og stuðla að öruggum rekstri, góðri meðferð og nýtingu opinberra fjármuna. Einnig á nýtt félag að auka fjölbreytileika í menningar- og listalífi Norðurlands.