Sigur og tap hjá KA í blakinu

Blaklið KA í karla- og kvennaflokki voru í eldlínunni í dag þegar liðin spiluðu sína fyrstu heimaleiki á Íslandsmótinu í blaki, en leikið var í KA- heimilinu. Karlalið KA mætti HK í fyrri leik dagsins. KA byrjaði betur og vann fyrstu tvær hrinurnar. HK vann hins vegar næstu þrjár hrinur og tryggðu sér þar með sigurinn, 3:2. Með sigrinum tilti HK sér á toppinn í MIKASA-deild karla með 4 stig, jafnmörg stig og KA en HK hefur betra hrinuhlutfall. Kvennalið KA mætti Ými í seinni leiknum og vann leikinn 3:0. KA er því á toppi MIKASA- deildar kvenna með 6 stig eða fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Nýjast