Akureyri Handboltafélag lék tvo útileiki um sl. helgi á Íslandsmótinu í handknattleik í 2. flokki karla. Í fyrri leiknum mætti Akureyri HK þar sem norðanmenn fóru með sigur af hólmi. Í síðari leiknum tapaði Akureyri gegn Víkingi, 23:25.
Staða efstu liða í deildinni er þannig að Haukar eru efstir með 13 stig eftir tíu leiki, Víkingur í öðru sæti með 12 stig eftir átta leiki og Akureyri í þriðja sæti með 11 stig eftir átta leiki.
Næsti leikir Akureyrar er deildarleikur gegn Selfossi á föstudaginn kemur og undanúrslitaleikur gegn FH í bikarnum á laugardaginn kemur, þann 13. febrúar, en leikið verður í Kaplakrika kl. 16:30.