Sigrún Björk leiðir lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Sigrún Björk Jakobsdóttir hafnaði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokkksins á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, sem fram fór í dag, en hún fékk 762 atvæði í það sæti. Ólafur Jónsson hafnaði í 2. sæti með 477 atkvæði, Njáll Trausti Friðbertsson hafnaði í 3. sæti með 429 atkvæði, Anna Guðný Guðmundsdóttir hafnaði í 4. sæti með 452 atkvæði, Björn Ingimarsson hafnaði í 5. sæti með 528 atkvæði og Sigurður Guðmundsson í 6. sæti með 539 atkvæði.  

Elín Margrét Hallgrímsdóttir bæjarfulltrúi, sem gaf kost á sér í 2. sætið, náði ekki í hóp þeirra sex efstu. Í lok kjörfundar í kvöld voru 1979 á kjörskrá.  Atkvæði greiddu 1.165 eða 59%. Auðir og ógildir seðlar voru 20. Nú hafa öll atkvæði verið talin í prófkjörinu.  

Nýjast