KA smellti sér í toppsætið í MIKASA- deild karla og kvenna í blaki þegar liðin lögðu Stjörnuna að velli í Ásgarði í dag. Í karlaflokki réðust úrslitin í fimmtu hrinu og sigruðu norðanmenn, 3:2, eftir spennandi leik.
Poitr Kempisty var stigahæstur KA- manna í leiknum með 30 stig og Jóhann Eiríksson kom næstur með 7 stig. Í liði Stjörnunnar voru þeir Róbert Karl Hlöðversson og Emil Gunnarsson stigahæstir með 17 stig hvor.
Leikur Stjörnunnar og KA í kvennaflokki lauk einnig með 3:2 sigri norðanmanna. KA hefur því fullt hús stiga eftir tvær umferðir í karla- og kvennaflokki MIKASA- deildarinnar með 4 stig á toppi deildarinnar.