Hann er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum, er goðsögn í heimi handboltans á Akureyri, íþróttakennari til 30 ára, formaður Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri og fyrrum bæjarfulltrúi. Jóhannes G. Bjarnason hefur lengi verið í Framsóknarflokknum en blöskrar uppátæki flokksins undanfarin misseri og vandar ekki forystu flokksins kveðjurnar. Facebookfærsla sem Jóhannes ritaði nýverið um Framsóknarkonur í Reykjavíkurborg vakti hörð viðbrögð en sjálfur stendur hann við allt sem hann segir.
Blaðamaður Vikudags kíkti í kaffi til Jóhannesar og ræddi við hann um pólitíkina, kennarastarfið, handboltann og hollvinafélagið. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags