Sigldi niður Missisippiána

Bjarni Eiríksson er í ítarlegu viðtali í prentútgáfu Vikudags. Mynd/Þröstur Ernir
Bjarni Eiríksson er í ítarlegu viðtali í prentútgáfu Vikudags. Mynd/Þröstur Ernir

Bjarni Eiríksson starfar hjá Sjávarútvegsmiðstöðinni við Háskólann á Akureyri og Pame, vinnuhóp Norðurheimskautaráðsins. Hann er útskrifaður sjávarútvegsfræðingur frá HA og hefur unnið að fjölmörgum verkefnum á undanförnum árum sem tengjast námi tengdu sjávarútvegi. Þar má helst nefna verkefni á vegum Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og nýsköpunarverkefni tengdum vannýttum aukaafurðum.

Bjarni er uppalinn sveitastrákur en hann sleit barnsskónum í Eyjafjarðarsveit. Hann er eini Íslendingurinn sem vitað er um að hafi siglt niður Mississippiána í Bandaríkjunum frá upptökum niður til New Orleans.

throstur@vikudagur.is

Vikudagur ræddi við Bjarna um möguleika sjávarútvegsins á Akureyri og svaðilförina niður Missisippiána fyrir rúmum áratug. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags

Nýjast