08. apríl, 2010 - 15:59
Fréttir
Hinn geysivinsæli gamanleikur 39 þrep hjá Leikfélagi Akureyrar hefur nú verið sýndur fyrir fullu húsi frá því í
janúar. Í þessum nýstárlega og sprenghlægilega spennu-gamanleik takast fjórir hugrakkir leikarar á við 139 hlutverk, í einhverjum
hröðustu, mest spennandi og fyndnustu 100 mínútum sem sést hafa á leiksviði.
39 þrep hlaut hin virtu Olivier verðlaun sem besta gamanleikritið árið 2007 og tvenn Tony verðlaun árið 2008. Sýningum lýkur á Akureyri
17. apríl.