Síðuskóli og Dalvíkurskóli í úrslitum Skólahreysti
Síðuskóli og Dalvíkurskóli eru meðal tólf skóla í úrslitum í Skólahreysti sem fara fram annað kvöld, miðvikudaginn 22. apríl í Laugardalshöll. Frítt er inn á keppnina í boði Landsbankans sem er bakhjarl Skólahreysti. RÚV sýnir beint frá keppninni á miðvikudag og hefst útsending kl. 20.00.
Auk Síðuskóla keppa keppa eftirtaldir skólar til úrslita: Breiðholtsskóli og Réttarholtsskóli frá Reykjavík, Brekkubæjarskóli á Akranesi, Dalvíkurskóli, Fellaskóli í Fellabæ, Grunnskólinn á Ísafirði, Grunnskólinn í Hveragerði, Heiðarskóli og Holtaskóli úr Reykjanesbæ, Lindaskóli úr Kópavogi og Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi.
Fyrir Síðuskóla keppa þau Hrund Nilima Birgisdóttir og Snævar Atli Halldórsson í hraðaþraut, Ágústa Dröfn Pétursdóttir tekur armbeygjur og hreystigreip og Elmar Blær Hlynsson tekur upphífingar og dýfur.
Landsbankinn veitir nemendafélög þriggja efstu skólanna vegleg peningaverðlaun. Keppendur sigurliðsins fá einnig vegleg verðlaun. Þá stendur bankinn einnig fyrir Instagram-myndakeppni og geta áhorfendur sent inn myndir merktar #skolahreysti. Bestu og frumlegustu myndirnar verða verðlaunaðar.