Frummælendur verða Jón Baldvin Hannesson, skólastjóri, séra Gunnlaugur Garðarsson, prestur við Glerárkirkju og Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Fundarstjórar: Embla Eir Oddsdóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir. Við pallborð sitja Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, Annar hvor þingmaður Framsóknarflokks úr kjördæminu, Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna.