Siðrofið í samfélaginu til umræðu á borgarafundi

Hafa stjórnmálamenn tapað meðvitundinni fyrir samfélaginu? Fyrir hverja eru þeir að vinna? Sjálfan sig? Flokkinn? Kjördæmið? Þjóðina? Þetta eru efnin sem verða tekin til umfjöllunar á næsta borgarafundi á Akureyri, sem verður haldinn í Deiglunni fimmtudaginn 29. október kl. 20.00.  

Frummælendur verða Jón Baldvin Hannesson, skólastjóri,  séra Gunnlaugur Garðarsson, prestur við Glerárkirkju og Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Fundarstjórar: Embla Eir Oddsdóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir. Við pallborð sitja  Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, Annar hvor þingmaður Framsóknarflokks úr kjördæminu, Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar og  Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna.

Nýjast