Síðasti fundur kjörtímabilsins

Oddur Helgi Halldórsson á bæjarstjórnarfundi
Oddur Helgi Halldórsson á bæjarstjórnarfundi

Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman klukkan 16:00 í dag og er þetta væntanlega síðasti fundur kjörtímabilsins. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í bæjarstjórn, þar sem margir núverandi bæjarfulltrúar sækjast ekki eftir endurkjöri.  Sá sem hefur setið lengst allra í bæjarstjórn er Oddur Helgi Halldórsson, stofnandi L-listans.

Oddur hefur verið bæjarfulltrúi L-listans frá stofnun hans, eða í 16 ár. Þar á undan var hann þrjú ár sem varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og eitt sem bæjarfulltrúi flokksins. Hann hef­ur setið í bæj­ar­ráði frá 1998 auk fjölda nefnda og vinnu­hópa á veg­um bæj­ar­ins.

Oddur Helgi sækist ekki eftir endurkjöri í bæjarstjórn.

Nýjast