Síðasta videoleigan kveður

Helgi Sigurðsson segir bless við videobransann eftir þrjá áratugi. Mynd/Þröstur Ernir
Helgi Sigurðsson segir bless við videobransann eftir þrjá áratugi. Mynd/Þröstur Ernir

Helgi Sigurðsson sem rekur Sprett-inn í Kaupangi á Akureyri, videoleigu og pizzastað, mun í dag hætta rekstri á videoleigunni og verða allir 4.000 titlarnir til sölu í dag. Er nú engin eiginleg myndbandaleiga í bænum. Helgi hefur rekið myndbandaleiguna í 30 ár, en það var þann 8. nóvember árið 1984 sem Helgi byrjaði videobransanum. Hann mun þó áfram reka pizzustaðinn og hyggst bæta í á því sviði. Hann segir blendnar tilfinningar fylgja því að loka leigunni en það hafi verið óhjákvæmilegt vegna minnkandi eftirspurnar. Rætt verður við Helga í næsta tölublaði Vikudags.

-þev

Nýjast